Viðburðir næstu þrjár vikurnar falla allir niður eða frestast

Niðurfellingar og frestanir 

Vegna hertra sóttvarna þá var ákveðið að fresta Vetrarleikum 3 um óákveðinn tíma.

Skírdasgsreið og kaffi fellur að sjálfsögðu niður – en framkvæmdastjóri og stjórn eru á fullu að undirbúa Skírdagshappdrætti félagsins en það er okkar aðal fjáröflun á þessum covid tímum og vonandi taka félagsmenn vel við sér, nú sem og allir aðrir þegar happdrættið fer í sölu, en við byrjum að selja á Skírdag 1.apríl.

Æskulýðsnefnd hefur ákveðið að blása alla viðburði af næstu þrjár vikurnar eða til 15.apríl.

Kynbótaferð sem fyrirhuguð var 10. apríl, frestast um óákveðinn tíma.