Viðrunarhólfið við 400 hringinn

Frá Viðrunarhólfanefnd 

Ákveðið hefur verið að opna hólfið við hliðina á 400 hringnum í Hlíðarþúfum fyrir haustbeit - þetta er að sjálfsögðu bara viðrunarhólf.

Hólfinu verður ekki skipt niður, þau hross sem þar verða koma til með að vera saman í einu stóru hólfi.

Við ætlum að rukka 2.000 kr. á hest það sem eftir er af tímabilinu, þannig að sá sem er með 2 hross greiðir 4.000 kr., 3 hross 6.000 kr. o.s.fv. það verður að koma í ljós hversu margir nýta stykkið hvað við getum notað það lengi.

Nú verðum við að treysta á heiðarleika Sörlafélaga því að þetta er svona sameiginlegt og ekkert læst hlið, einnig viljum við benda á að ef það mjög blautt, búið að rigna í marga daga og allt er farið að sporast út þá verðum við að hvíla hólfið.

Þið sem hafið áhuga á að nýta ykkur hólfið vinsamlegast sendið tölvupóst á vidrunarholf@sorli.is - skrifið nafn, kennitölu og fjölda hrossa og stofnuð verður krafa í heimabanka.