Verður haldin dagana 26. - 29. ágúst á Hraunhamarsvellinum.
Skráninga er hafin á https://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add og stendur til 22. ágúst nk.
Keppt verður í A og B-flokki Opinn flokkur, A og B-flokki áhugamanna, A og B-flokk ungmenna, B-flokk unglingaflokki og barnaflokki.
Að auki verður keppt í 100m skeiði.
Við ætlum einnig að bjóða upp á Gæðingatölt. Dæmt er hægt tölt og fegurðartölt ásamt því að gefnar eru einkunnir fyrir vilja og fegurð í reið. Til að ská sig í þessa grein þá skal skrá í T1 í sportfeng.com
Gæðingatölt Meistarar (T1 opin flokkur)
Gæðingatölt Áhugamenn (T1 2 flokkur)
Gæðingatölt 21 árs og yngri (T1 ungmennaflokkur)
Skráningargjald:
Börn, unglingar og ungmenni: 3.500 kr.
Opinn flokkur: 4.500 kr.
Áhugamannaflokkur: 4.500 kr.
Skeið: 4.500 kr.
-ATH – Sé greitt með millifærslu þarf kvittun að berast á motanefnd@sorli.is til að skráning sé tekin gild.
Allar fyrirspurnir og afskráningar skulu berast á motanefnd@sorli.is
Sé skráð eftir að skráningafresti lýkur er tvöfalt skráningagjald en ekki verður bætt við eftir að ráslistar verða gefnir út.
Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka/greinar ef ekki er næg þáttaka.
Samþykki hefur fengist fyrir nýjum reglum LH um sóttvarnir.
Knapar og aðrir aðstandendur eru beðnir um að kynna sér reglurnar í pdf skrá hér að neðan.
Að auki mun Alendis streyma frá öllu mótinu.
Mótanefnd
Sörla