Yfirþjálfari Sörla í hlutastarfi hjá LH

Frá yfirþjálfara 

Sæl verið þið félagsmenn.

Ég vill byrja á því að þakka kærlega fyrir allar góðu kveðjurnar í dag. Sannarlega hvetjandi inn á nýtt svið. Ég hef nú hafið störf hjá Landssambandi hestamannafélaga sem sviðsstjóri afreks- og mótamála hjá sambandinu og hlakka mikið til þess að gera mitt allra besta við að vinna að þróun og eflingu þeirra mála innan hestamenskunnar.

Þetta er heilmikil áskorun og skemmtilegt verkefni sem ég tók að mér í hlutastarfi samhliða því að sinna áfram starfinu sem yfirþjálfari Sörla. Nú þegar styttist í að við förum af stað með haust og vetrarstarfið, og það verður heilmikið framboð af æfingum og námskeiðum fyrir alla aldurshópa, knapamerki, reiðmennsku æfingar, helgarnámskeið af ýmsum toga og margt skemmtilegt.

Nú þegar líður fram í ágúst birtum við frekari upplýsingar um upphaf æfingatímabilsins, skráningu og annað.

Nú um komandi helgi er svo Íslandsmót yngri flokka haldið í Borgarnesi og þar eigum við nokkra fulltrúa sem vert er að fylgjast með, og við óskum góðs gengis.

Kær kveðja,
Yfirþjálfari Sörla

Áfram Sörli
Íþrótt-lífstíll