Aðalfundur húseigendafélags Hlíðarþúfna

Við minnum á aðalfund húseigendafélagsins í Hlíðarþúfum í kvöld að Sörlastöðum kl 20:00. Húseigendur eru hvattir til þess að mæta og ræða málefni Hlíðarþúfna.

Lestrar: 9 | + Nánar
Tilkynning frá Rekstrarstjóra 16. október

Gámur fyrir rúlluplast

Nokkuð hefur borið á því að gámur sem er ætlaður fyrir rúlluplast sé notaður undir almennt sorp og jafnvel gamlar skeifur og annað rusl. Það er því rétt að árétta það að gámurinn er eingöngu ætlaður undir rúlluplast. Einnig er algengt að sjá sorppoka liggja eins og hráviði við gáminn þar sem fólk hefur ekki haft fyrir því að setja pokana í hann. Gámurinn er hluti af þeirri aðstöðu sem félagsmenn greiða fyrir með félagsgjöldum sínum og því um að gera að ganga vel um hann.

Lestrar: 18 | + Nánar
Tilkynning frá Stjórn 14. október

Fréttabréf Sörla

Fréttabréf Sörla er komið út. Smellið á hlekk hér að neðan til að skoða fréttabréfið.

Lestrar: 146 | + Nánar
Tilkynning frá Stjórn 9. október

Málfundur vegna landsmóthalds í Harðarbóli

Málfundur verður haldinn í Harðarbóli, Mosfellsbæ næstkomandi þriðjudag frá 18:00-20:00. Rætt verður um stöðu og framtíðarhorfur landsmótshalds og eru allir hestamenn hvattir til að mæta.

Lestrar: 16 | + Nánar
Frétt frá Íþróttastjóra 8. október

Húsfyllir hjá Þorra

Húsfyllir var á sýnikennslu hjá Þorvaldi Árna Þorvaldssyni í gær og tókst hún með ágætum. Þorri veitti áhorfendum skemmtilega innsýn inn í sitt samband við hrossin og sínar þjálfunaraðferðir. Önnur sýnikennsla er áætluð í nóvember sem verður nánar auglýst síðar.
Lestrar: 54 | + Nánar

Innskráning