Tilkynning frá Íþróttastjóra 16. september

Þjálfað með Þorra

Þorvaldur Árni verður með 8 tíma námskeið í Sörla í haust ef næg þátttaka fæst.  Námskeiðið hefst á sýnikennslu og eru svo átta verklegir  tímar.  Kennt verður tvisvar í viku   7-14-15-21-22-28-29 október og 4 nóvember.  Sýnikennsla verður auglýst sérstaklega. Nemendur eru tveir í einu og kostar námskeiðið   44.500
Skráning er á Sportfengur.com/skráningakerfi/námskeið velja hestamannafél.Sörli og fylla svo út það sem við á.  Velja neðst  atburð sem er :þjálfað með Þorra

Lestrar: 9 | + Nánar
Tilkynning frá Íþróttastjóra 14. september

Fyrirhuguð námskeið á hausmánuðum 2014

Bókleg knapamerkjakennsla verður í október ef næg þátttaka fæst á hverju stigi fyrir sig. Boðið verður upp á þá nýjung hjá hestamannafélaginu Sörla að börn frá 6 til 13 ára geta nú stundað hestamennsku 1x í viku, á hausmánuðum. Þjálfað með Þorra

Lestrar: 59 | + Nánar
Tilkynning frá Íþróttastjóra 10. september

HESTAMENNSKA FYRIR BÖRN Á ALDRINUM 6 TIL 13 ÁRA!

Boðið verður upp á þá nýjung hjá hestamannafélaginu Sörla að börn frá 6 til 13 ára geta nú stundað hestamennsku 1x í viku, á hausmánuðum. Allur búnaður er innifalinn, þ.m.t. aðgangur að hesti og nauðsynlegum búnaði.

Lestrar: 70 | + Nánar
Tilkynning frá Íþróttastjóra 4. september

Fiminámskeið

Fiminámskeið hefst mánudaginn 8.sept.
Síðasti skráningardagur er miðvikud. 3 september.  Námskeiðið er 8 verklegir tímar og 2 bóklegir.  Sjá nánar í auglýsingu á heimasíðu og facebook.
Skráning á: ibh.felog.is
Þá er mikilvægt að haka við Samþykkja skilmála.
Eftir að viðkomandi hefur skráð sig inn er þetta nokkuð ljóst. Síðan þarf að velja aðildarfélag í okkar tilfelli á að smella á lógóið fyrir IBH og þá koma þau námskeið sem eru í boði.

Lestrar: 17 | + Nánar
Tilkynning frá Krýsuvíkurnefnd 3. september

Smölun - ormalyf

Laugardaginn 6. september verður Fjósmýrarhólfið smalað, það þarf að gefa hrossunum ormalyf og einhverjir eiga eftir að klára að draga undan, mjög mikilvægt er að gefa öllum hrossum í Krýsuvík ormalyf, þegar við erum búin að gefa inn þá verður hrossunum sleppt upp á fjall.

Hittumst við hvítu réttina kl 11:00 - Eigendur vinsamlegst mætið tímanlega.

 

Lestrar: 7 | + Nánar

Innskráning