Frétt frá Ferðanefnd 26. janúar

Grímuleikar sunnudaginn 8. febrúar

Nú getur tilhlökkun hafist, sunnudaginn 8. febrúar verða hinir skemmtilegu grímuleikar haldnir. Hefð er fyrir því að ungir sem aldnir taki þátt og klæðist búningum. Dagskrá verður auglýst nánar síðar. 

Lestrar: 15 | + Nánar
Frétt frá Fræðslunefnd 26. janúar

Sýnikennsla miðvikudaginn 28.janúar !

Hver er sinnar gæfu smiður

Lestrar: 28 | + Nánar
Frétt frá Mótanefnd Sörla 25. janúar

Úrslit frá ísmóti Sörla

Ísmót Sörla var haldið í paradís okkar Sörlamanna á Hvaleyrarvatni og dásamlegu umhverfi þess.  Um 80 keppendur skráðu sig til leiks.  Ísinn var frábær og veðurguðirnir gættu þess að hafa stillt og fallegt veður rétt á meðan á mótinu stóð.  Frábærir hestar mættu á ísinn veit það á spennandi keppnisár.

Mótstjórn vill þakka sjálfboðaliðum, áhorfendum og ekki síst knöpum fyrir frábæran dag.
Einnig þökkum við dómara mótsins Oddrúnu Ýr Sigurðardóttur fyrir góða dómgæslu.  

Lestrar: 309 | + Nánar
Frétt frá Ferðanefnd 24. janúar

Þorrareiðtúr

Um 50 manns mættu í þorrareiðina í dag í frábæru veðri. Það var glaður hópur Sörlafélaga með fáka sína sem gerðu hákarli og tilheyrandi skil í áningunni. Ferðanefndin þakkar fyrir reiðtúrinn í dag og er strax farinn að hlakka til þess næsta sem verður laugardaginn 7.  febrúar. Í áningunni náðist þessi mynd af kátum mæðgum þeim Helgu Bryndísi og Melkorku.

Lestrar: 29 | + Nánar
Frétt frá Íþróttastjóra 23. janúar

Örfá sæti laus á helgarnámskeiðið með Antoni Níelssyni

Örfá sæti eru laus á helgarnámskeið með Antoni Níelssyni. Sörlafélagar ganga fyrir í skráningu til 29. janúar en eftir það verður öllum frjálst að skrá sig. Búast má við fróðlegu og skemmtilegu námskeiði enda býr Anton yfir margra ára reynslu sem reiðkennari og er það mál manna sem setið hafa námskeið hjá honum að hann sé bæði hreinskilinn og árangursmiðaður kennari. 

Skráning á ibh.felog.is

Lestrar: 28 | + Nánar

Innskráning