Frétt frá Rekstrarstjóra 23. október

Frábær þátttaka í knapamerkjum

Knapamerkjanámskeið hófust af fullum krafti nú í október og hefur þátttaka verið frábær í ár, svo góð reyndar að nemendahópar í knapamerki 1 og 2 þurftu að færa sig yfir í stóra salinn þar sem kennslustofan var orðin of lítil. Það er augljóst að mikill áhugi er fyrir þessari góðu námskeiðaröð og eftirvænting ríkir í hópnum sem bíður spenntur eftir verklegu kennslunni sem hefst í janúar.

Lestrar: 15 | + Nánar
Tilkynning frá Stjórn 21. október

Stjórn Sörla leggur til lagabreytingu

Eftirfarandi lagabreyting verður lögð fyrir  á 70. aðalfundi hestamannafélagsins Sörla sem fram fer á Sörlastöðum 30. Október 2014

Byrjun 6.gr. laganna breytist.

Var eftirfarandi: 

6. gr.

Aðalfund skal halda í október ár hvert. Til hans skal boðað með minnst tveggja vikna fyrirvara með auglýsingu í fréttabréfi félagsins, tilkynningu á heimasíðu félagsins og auglýsingum á félagssvæðinu. Í fundarboði skal vísað til laga félagsins um dagskrá.

En verður:

Lestrar: 53 | + Nánar

Aðalfundur húseigendafélags Hlíðarþúfna

Við minnum á aðalfund húseigendafélagsins í Hlíðarþúfum í kvöld að Sörlastöðum kl 20:00. Húseigendur eru hvattir til þess að mæta og ræða málefni Hlíðarþúfna.

Lestrar: 22 | + Nánar
Tilkynning frá Rekstrarstjóra 16. október

Gámur fyrir rúlluplast

Nokkuð hefur borið á því að gámur sem er ætlaður fyrir rúlluplast sé notaður undir almennt sorp og jafnvel gamlar skeifur og annað rusl. Það er því rétt að árétta það að gámurinn er eingöngu ætlaður undir rúlluplast. Einnig er algengt að sjá sorppoka liggja eins og hráviði við gáminn þar sem fólk hefur ekki haft fyrir því að setja pokana í hann. Gámurinn er hluti af þeirri aðstöðu sem félagsmenn greiða fyrir með félagsgjöldum sínum og því um að gera að ganga vel um hann.

Lestrar: 22 | + Nánar
Tilkynning frá Stjórn 14. október

Fréttabréf Sörla

Fréttabréf Sörla er komið út. Smellið á hlekk hér að neðan til að skoða fréttabréfið.

Lestrar: 188 | + Nánar

Innskráning