Tilkynning frá Reiðveganefnd 27. nóvember

Breytingar á reiðleiðum

Á eftirfarandi korti má sjá skipulagsbreytingar á reiðvegum á Sörlasvæðinu. 

Kortið sýnir þá reiðvegi sem þegar eru í notkun og klárir.  Eins eru leiðir sem eru á samþykktu aðalskipulagi Hafnarfjarðar og bíða þess að verða lagðir.

Hafa skal í huga að staðsetning væntanlegar reiðvega mun eitthvað hliðrast til, eftir landslagi og staðháttum.  Eins  mun reiðvegur sem teiknaður er ofaní gamla Kaldárselsveginn (akveginn ) færast út fyrir hann að austanverðu.

Lestrar: 35 | + Nánar
Tilkynning frá Rekstrarstjóra 26. nóvember

Girðingamál

Nú er beitin svo gott sem búin og eru þeir félagsmenn sem fengu úthlutað beitarstykkjum neðan við Kaldársselsveg við Hlíðarþúfur, beðnir um að sækja girðingar sínar. Að öðrum kosti verða þær fjarlægðar.

Lestrar: 10 | + Nánar
Frétt frá Rekstrarstjóra 25. nóvember

Námskeið vetrarins

Áætlun fyrir námskeiðahald vetrarins 2014-2015 í Sörla hefur nú verið birt hér á vefnum og geta félagsmenn kynnt sér hana hér. Mikil gróska hefur verið í félagsstarfinu í haust og lítur allt út fyrir spennandi og annasaman vetur. Við hlökkum til að taka á móti sem flestum á námskeið og hvetjum félagsmenn til að nýta sér námskeiðin til þess að bæta sína reiðmennsku og hafa gaman af.

Lestrar: 77 | + Nánar
Tilkynning frá Rekstrarstjóra 20. nóvember

Taðlosun í hesthúsahverfinu

Nokkuð hefur borið á því að hrossatað sé losað ólöglega í hesthúsahverfinu hjá okkur í Sörla. Félagsmenn eru hvattir til þess að huga betur að umgengni og fara að reglugerðum um losun hrossataðs á viðurkenndum losunarstöðum. Það er öllum í hag að ganga vel um svæðið okkar. 

Lestrar: 28 | + Nánar
Grein eða Pistill frá Ferðanefnd 18. nóvember

Smávegis um holdhnjúska

Mörg hver okkar hafa lent í því að hrossin okkar fái hnjúska og því er ekki úr vegi að fræðast smávegis um það. 

Lestrar: 79 | + Nánar

Innskráning