Tilkynning frá Rekstrarstjóra 18. desember

Vetrardagskrá 2015

Dagskráin fyrir 2015 er komin á netið. Viltu vita meira?

Lestrar: 55 | + Nánar
Frétt frá Ferðanefnd 15. desember

Gamlársdagsreiðtúr

Ferðanefndin vill bara minna á að nú styttist í hinn árlega gamlársdagsreiðtúr, í fyrra mættu um 40 manns. Því er gott að fara að athuga hvort að járna þurfi reiðhrossin? Svo er líka um að gera að  liðka þau dálítið og koma í smá form fyrir skemmtilegheitin. Til gamans látum við fylgja smá upprifjun um járningar fyrir þau sem það þurfa. Ferðanefndin hlakkar til að hitta sem flesta miðvikudaginn 31. desember.

Lestrar: 29 | + Nánar
Frétt frá Rekstrarstjóra 11. desember

Skötuveisla Sörla

Skötuveisla Sörla verður haldin laugardaginn 20. desember næstkomandi í hádeginu. Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna og njóta góðra veitinga í góðra vina hópi. Aðgangseyrir kr 2.000 og allir velkomnir.

Lestrar: 20 | + Nánar
Frétt frá Æskulýðsnefnd 8. desember

Mongólíuævintýri Anítu Margrétar - fyrirlestur í Sörla

Mánudagskvöldið 15. desember kl 19:30 kemur Aníta Margrét Mongólíukappreiðakona í heimsókn til okkar í Sörla til þess að segja okkur frá þessu einstaka ævintýri sínu þegar hún fór 1000 kílómetra á mongólskum hestum.

Hún hefur gefið út bók um ævintýrið sem hún mun selja okkur á mjög góðum kjörum. Bókin mun kosta 2.790 krónur og verður Aníta með posa með sér og mun árita bókina fyrir áhugasama.
Lestrar: 32 | + Nánar
Tilkynning frá Íþróttastjóra 5. desember

Frumtamninganámskeið hefst á mánudag

Frumtamningnámskeið með Hinna - laus pláss - skráningu lýkur  föstudaginn 5.desember

Lestrar: 55 | + Nánar

Innskráning