2021-01 Stjórnarfundur Sörla

Fundargerð 

Verkaskipting innan stjórnar 2021-2022:

 • Kristin : Gjaldkeri félagsins

 • Einar Ásgeirsson: Varaformaður

 • María: Ritari

Kaup Hafnarfjarðar á félagshesthúsi:

 • Gerð var óháð ástandsskoðun á vegum Hafnarfjarðarbæjar fyrir stuttu.

 • Þörf er á að klára skjalavinnu og klára samninginn við Hafnarfjarðarbæ sem fyrst.

 • Einnig þarf að gera samstarfssamning við Íshesta varðandi félagshús til næstu 3ja ára.

 • Framkvæmdastjóri ætlar að óska eftir fundi með Magnúsi hjá Íshestum og fylgja eftir málum hjá bænum.

Verkefni stjórnarmanna:


Til að dreifa álagi á stjórnarmenn þá taka stjórnarmenn að sér ákveðin mál og fylgja þeim eftir, t.d ýmiss mál sem snúa að félagshúsi, rúlluplasts gámi, efni í reiðhallargólf og spegla í reiðhöll.

Enduruppbygging reiðvega:

Framkvæmdastjóri segir frá góðum og fundi sem hún, Atli Már og Jón formaður reiðveganefndar áttu með bæjaryfirvöldum um enduruppbyggingu reiðvega Sörla, aðallega Laugavegs og Hraunhrings.

Rædd var þörfin á því að reiðhringirnir tveir og tengingarnar á milli þeirra sem eru merktir sem æfingasvæði okkar, verði samþykktir sem slíkir í deiliskipulagi bæjarins.

Nefndargrill:

Skipulag og verkaskipting.

ÍBH þing

Verður haldið 11.nóv. Fulltrúar og varafulltrúar ákveðnir, einnig hverja við tilnefnum til silfurmerkis íBH

Árshátíð Sörla:

 • Umræður um gullmerki félagsins.

 • Auglýsa þarf eftir árangri félagsmanna, valnefnd Sörla vegna afreksverðlauna verður óbreytt

 • Val nefndar á Nefndarbikar ákveðin

Formannafundur LH:

 • Verður haldinn 30.október

 • Ákveðið hverjir mæta fyrir hönd Sörla.

Önnur mál:

Vesturendi skeiðbrautar

Vesturendi beinu brautarinnar var til umræðu. Það þarf að laga hann með tilliti til öryggis, en brautin endar þar í hættulegum T-gatnamótum, þurfum eflaust að fá breytingu á deiliskipulagi til að geta farið í endurbætur þar.

Mál framkvæmdarstjóra

Didda gerði grein fyrir hvernig gengi að afla styrkja, skipulag nefndarfundir og fleira.

Fyrirspurn um hæfniskröfur Yfirþjálfara

Formanni félagsins barst fyrirspurn um hæfniskröfur þjálfara félagsins og annar stjórnarmaður hafði fengið fyrirspurn og leitað var svara hjá yfirþjálfara félagsins.

Svar yfirþjálfara var eftirfarandi:

Í reiðmennskuæfingum hestamannafélagsins Sörla starfa Reiðkennarar og þjálfarar með þjálfarastig ÍSÍ. Þjálfarastig ÍSÍ og sérssambands í hverri íþróttagrein er viðurkennt nám innan íþróttahreyfingarinnar og Landssamband hestamannafélaga hefur á undanförnum árum sinnt þeirri þróun. Í reiðmennskuæfingum yngri flokka hjá Sörla eru tveir þjálfarar sem eru með réttindi á stigi 2 og eru bæði að klára stig 3 bæði hjá ÍSÍ og sérsambandinu LH.Þau koma að þjálfun í reiðmennskuæfingum yngri flokka undir ábyrgð yfirþjálfara sem sér um námsskrá og hefur umsjón með allri bóklegri kennslu. Í meðfylgjandi hlekkjum eru yfirlit yfir menntakerfi LH og nánari upplýsingar um þjálfarastig LH og markmið þeirra.

Menntakerfi LH

Þjálfarastig LH

Með þessu fyrirkomulagi tókst okkur að tryggja mönnun á hæfu starfsfólki við þjálfun hjá félaginu með félagsmönnum sem halda þeim standard sem hestamannafélagið Sörli leggur mikið upp úr í sínum gildum, og sem hefur undanfarin ár verið forgangsatriði hjá okkur.

Hér að neðan er texti frá Landssambandi hestamannafélaga til útskýringar á því starfi sem er í gangi þar um þjálfaramál hjá sambandinu.

Þjálfarastig LH

Þjálfarastig LH eru nám þar sem hægt er að öðlast réttindi til þjálfunar í hestaíþróttum. Námið skiptist annarsvegar í almennan hluta sem ÍSÍ sér um og ber ábyrgð á og hins vegar í sérgreinahluta sem LH ber ábyrgð á, en í samstarfi við Háskólann á Hólum sem ber ábyrgð á faglegu innihaldi námsefnis sem eru sértækir fyrir íþróttagreinina.

Stefna íþróttahreyfingarinnar er að hafa á að skipa nægilega mörgum menntuðum og hæfum þjálfurum, til að tryggja öllum iðkendum þjálfun við hæfi. Kröfur almennings um innihald og gæði þess starfs sem unnið er í íþróttahreyfingunni fara vaxandi, ekki síst vegna þess að þar fer fram þýðingarmikið uppeldisstarf. Íþróttaþjálfarar eru mikilvægir áhrifavaldar í lífi ungs fólks og því er brýnt að þeir afli sér menntunar. Með hugtakinu þjálfari er hér átt við hvern þann sem skipuleggur og stjórnar íþróttaæfingum.

Hér er hlekkur inná stefnu ÍSÍ um þjálfaramenntun (PDF skjal)

Yfirþjálfari ber ávallt meginábyrgð á þjálfun og námsskrá þeirri sem félagið vinnur eftir, og hefur meginumsjón með kennslu. Reiðkennarar og þjálfarar með þjálfaramenntun LH og ÍSÍ vinna í nánu samstarfi með yfirþjálfara félagsins við skipulag og uppbyggingu kennslunnar og hafa ábyrgð á að þjálfa sína hópa í verklegri kennslu samkvæmt námskrá félagsins.

Í sumar auglýsti yfirþjálfari eftir reiðkennurum og þjálfurum ÍSÍ hjá félaginu til þess að vinna að námskeiðstarfinu á komandi hausti og vetri, og það var mikið gleðiefni að þeir þjálfarar og reiðkennarar sem sóttu um og lýstu yfir áhuga sínum að koma að starfinu eru komnir í kennslu og þjálfun hjá félaginu ýmist við kennslu í Reiðmennskuæfingum fullorðinna, Knapamerkjum 2, 3, og 5 eða þjálfun í reiðmennskuæfingum yngri flokka.


Með kærri kveðju


Hinrik Þór Sigurðsson,
Yfirþjálfari Sörla


___


Formaður sleit fundi kl 22:30