2022-02 Stjórnarfundur Sörla

Ýmislegt er nú rætt og skrafað 

1. Fundur með mótanefnd

Mótanefnd er þunnskipuð eins og er. Rætt var um leiðir til að fá fleiri meðlimi þar inn. Dagsetningar móta vetrarins settar niður með hliðsjón af öðrum viðburðum og upphafi framkvæmda við nýja reiðhöll

2. Komdu í hestana

Hugmynd formans um nýliðunarverkefni í hestamennsku rætt, mögulegar útfærslur. Vonir standa til um að hefja verkefnið á nýju ári, 2023. Verkefnið verður auglýst síðar.

3. Nýtt starfsár - verkefni og áherslur

Rætt var hvernig félagið mun nálgast viðburði á nýju ári, með tillti til þess að auka gleði, fjölbreytni og fjör á hinum ýmsu viðburðum félagins. Hestamannafélagið Sörli er tiltölulega smátt en samheldið samfélag, og ber að gera öllum viðburðum félagsins hátt undir höfði, hvort sem er mótahald, æskulýðsviðburðir, samkomur eða annað. Stefnt að því að fá skemmtinefnd með í þetta verk.

4. Skipulagsauglýsingar Garðabæjar

Samþykkt að fela reiðveganefnd að skoða skipulagið, þar sem þar virðist fjallað um reiðleiðir milli hestamannafélaganna sem liggja að Sörla og reiðstíga sem eigi að afleggja og nýja stíga sem eiga að koma í þerra staði.

5. Frá framkvæmdastjóra

a. Mót vorsins

Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við byggingu nýrrar reiðhallar á vormánuðum 2023, á sama tíma og íþróttamót og Gæðingamót Sörla fara fram. Stefnt verður að því að halda þessi mót á Sörlastöðum í samvinnu við byggingaraðila með það að leiðarljósi að framkvæmdir séu ekki í gangi á meðan móti stendur og að framkvæmdarsvæði sé afgirt og öruggt svo mótin geti farið fram með eðlilegum hætti.

b. Skötuveisla á Sörlastöðum

Skötuveisla á Sörlastöðum verður haldin 17. des kl 12:00. Skipuglagning hennar og verkaskipting framkvæmd.

c. Jólaball á Sörlastöðum

Verður 27. desember fyrir utanaðkomandi aðila. Stjórn og skemmtinefnd  munu manna viðburðinn f.h. Sörla

d. Vetrardagskrá, vefur og námskeið

Uppfærsla á dagskrá og viðburðum á vefsíðu félagsins eru í gangi. Skipulagning dagsetningar námskeiða og reiðmennskuæfinga á nýju ári eru í fullum gangi.

6. Önnur mál

Fyrirspurn kom frá félagsmanni um ástand tímatökubúnaðar fyrir skeiðgreinar. Búnaður var nýlega yfirfarin, prófaður og skipt um rafhlöður. Búnaður telst í góðu lagi fyrir komandi keppnistímabil.

Samþykkt var að fljótlega verður auglýst tiltekt á kerrustæðinu. Óskráðar kerrur sem ekki verða fjarlægðar af svæðinu verða fjarlægðar af Sörla.

Stjórn samþykkti að á nýju keppnisári verði komið á nýjum reglum varðandi störf við mót hjá félagsmönnum Sörla. Því fyrirkomulagi að allir þeir sem skrá sig til keppni vinni ákveðna marga tíma við mótahald á vegum félagsins. Tilkomið vegna mikillar vinnu við mót sem stundum reynist erfitt að manna. Með þessu verður álag lítið á þá sem starfa við mót. Fyrirkomulagið verður þróað og kynnt fyrir fyrstu keppni vetrarins í samstarfi mótanefndar og stjórnar. Markmið þessa er að allir skili ákveðnu vinnuframlagi við mót.

Lokanir fyrir bílaumferð í hliðargötum Sörlaskeiðs og reiðvegi milli Sörlaskeiðs og Fluguskeiðs eru á því stigi að undirritunarblöðum eigenda húsa á svæðinu verður nú skilað til skipulagsyfirvalda í Hafnarfirði með ósk um aðgerðir.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 21:40