2022-04-Stjórnarfundur Sörla

Stjórnrfundur Sörla 

1.      Verkefni stjórnarmanna fyrir veturinn

Stjórnarmenn fara yfir verkefni sem þau hyggjast einblína á á árinu 2022, m.a. áframhald á kvennatölti, endurvinnslu á rúlluplasti fyrir félagsmenn, reiðhallargólfsmál til framtíðar, hliðarspeglar í reiðhöll, skógarreitur Sörla og fleira skemmtilegt.

 

2.      Námskeiðahald á vegum félagsins

Námskeið, reiðmennskuæfingar og knapamerki í fullum gangi og lítið svigrúm til að bæta við tímum í reiðhöllinni.

 

3.      Félagshús – kaup – starfið

Kaup á félagshúsinu við Sörlaskeið 24 eru frágengin og hefur húsið formlega verið afhent. Áframhaldandi samstarf milli Sörla og Íshesta um starfsemi í húsinu  Félagsstarfið í húsinu er hafið. Stjórn ræddi einnig framtíðarsýn varðandi starfsemi í félagshúsinu.  

 

4.      Mótamál og vetrarleikar

Að óbreyttum sóttavarnarreglum verður mögulegt að halda vetrarleika en þeir fyrstu er áætlaðir í lok janúar. Framkvæmdarstjóri og stjórn fylgist með stöðunni og breytingum á sóttvarnarreglum m.t.t. mótahalds. Rætt að mótanefnd sé enn ekki fullmönnuð og stöðuna á þeim málum. Ljóst að ekki verður unnt að halda mót á starfsárinu ef fólk fæst ekki til að taka þátt í starfinu og vera í mótanefnd sem og ef sjálfboðaliðar fást ekki til starfa á mótum. Eru félagsmenn hvattir til að taka þátt í starfinu. Stjórn samþykkir að kaupa merktar úlpur fyrir nefndarmenn í mótanefnd. Þá var rætt um happadrætti fyrir sjálfboðaliða sem sinna að lágmarki 4 klukkustunda sjálfboðaliðavinnu fyrir félagið.

 

5.      Alendis

Framkvæmdarstjóri fer yfir viðræður við Alendis um útsendingar af sýningum og mótum. Endanlegur samningur liggur ekki fyrir.

 

6.      Þorrablót í ljósi COVID-19

Ljóst að sóttvarnarreglur heimila ekki þorrablót á þorranum 2022.

 

7.      Fatnaður merktur Sörla

Framkvæmdarstjóri upplýsir stjórn um að unnið sé að því að fá fatnað frá Líflandi merktum Sörla til sölu fyrir félagsmenn.

Rætt um að hafa merktar húfur/buff fyrir börn og unglinga sem framkvæmdarstjóri ætlar að kanna verð á. Ennfremur rætt um Sörlamerkta keppnisjakka.

 

8.      Önnur mál

Ekki fleira rætt og fundið slitið kl. 19.