2022-06-Stjórnarfundur Sörla

Stjórnarfundur Sörla 

  1. Allt og ekkert frá öllum stjórnarmönnum

Rætt um plastgámana sem hafa nú verið á svæðinu í nokkra daga. Strax var farið að henda rusli í gám sem eingöngu er ætlaður rúlluplasti. Rætt um að hafa gámana opna 1 dag aðra hverja viku og leggja áherslu á það við félagsmenn að fara eftir fyrirmælum um notkun gámana.

Rætt um kvennadeildina og frábæra þátttöku í kvennatöltinu annan hvern föstudag.

Farið yfir stuðning við mótanefnd vegna verkferla ofl. Einar hefur tekið til leiðbeiningar frá LH, hann ætlar að setja sig í samband við Völku en hún hefur hafið þessa vinnu sem þarf svo að miðla áfram til mótanefndar.

  1. Frá framkvæmdastjóra

a. Þakblásarar, leki ofl á Sörlastöðum

Framkvæmdarstjóri leggur til að fengnir verði þrír öflugir blásar á þakið, þar sem vifturnar sem eru núna séu mjög háværar og vart nothæfar. Stjórnin samþykkir tillögu framkvæmdastjóra. Framkvæmdarstjóri og varaformaður munu óska eftir tilboðum og er ætlunin að fara í verkefnið með vorinu/sumar.

Rætt um ástandið á Sörlastöðum og að húsið þarfnist nauðsynlegs viðhalds. Mikið um leka og rakavandamál. Ákveðið að ýta á Hafnarfjarðarbæ varðandi þetta.

b. Félagshús/reiðhöll
Í vatnaveðrunum síðustu vikurnar hefur vatn lekið inn í reiðhöllina í félagshúsinu. Framvæmdarstjóri aðstoðaði við að bæta úr því. Framkvæmdarstjóri fer yfir mikilvægi þess að höfð sé umsjón með umgengni og umhirðu í félagshúsinu. Stjórn ræðir m.a. um sameiginlega kostnað með meðeigendum hússins.  

c. Lýsingarmál
Framkvæmdarstjóri fer yfir að bæta þurfi lýsingu á svæðinu og fer yfir samskipti við Hafnarfjarðarbæ vegna þess.

d. Félagar/félagsgjöld
468 kröfur sendar út í síðustu viku, 122 hafa þegar greitt. Eindagi kröfunnar er á morgun.

e. Happdrætti 2022
Nú þurfa stjórnarmenn að leggjast á eitt að safna vinningum fyrir Skírdagshappdrættið. 

f. Nefndarfundir
Fundir verða með kvennadeild, æskulýðsnefnd og viðrunarhólfsnefnd, miðvikudaginn 16. mars nk.

g. Styrkir
Framkvæmdarstjóri fer yfir styrkveitingar og fyrirtæki sem verið er að ræða við.

 

  1. Önnur mál
    Stjórnarmenn ræða mikilvægi þess að bygging nýrrar reiðhallar hefjist sem allra fyrst í samræmi við áætlun og forgangsröðun byggingu íþróttamannvirkja ÍBH, því aðstöðuleysið okkar er gríðarlegt og íþróttafólkið okkar hefur ekki aðstöðu til að stunda sýna íþrótt. Ástandið hefur verið sérstaklega slæmt þar sem útivellir og brautir hafa legið undir snjó og klaka í margar vikur. Íþróttafólkið okkar þarf að keyra hrossum sínum í Fák eða Sprett jafnvel austur fyrir fjall til að komast í inniaðstöðu til að æfa hesta sína.

Ekki fleira gert og fundið slitið kl. 21:30