Markmið Hestamannafélagsins Sörla

Íþrótt - Lífstíll 

Íþrótt  - lífsstíll

Hestamannafélagið Sörli starfar undir kjörorðunum íþrótt – lífsstíll. Með því er vísað til þess hjá þúsundum manna felst í ástundun hestaíþróttarinnar ákveðinn lífsstíll.

  1. Markmið félagsins er að byggja upp fyrsta flokks æfingaaðstöðu fyrir fjölskyldur til að stunda hestaíþróttina í Hafnarfirði. Þar sem kennslurými og keppnissvæði er með því besta sem gerist.

  2. Markmið félagsins er að bjóða upp á æfingar, fræðslu og kennslu fyrir félagsmenn og með því auka skilning og þekkingu á samskiptum manns og hests.

  3. Markmið félagsins er að aðstaða félagsins sé þannig að allir sem vilja geti stundað hestamennsku eftir sínum þörfum. Þannig vill félagið koma upp aðstöðu fyrir fatlaða einstaklinga til að stunda hestamennsku innandyra.

  4. Markmið félagsins er að reiðleiðum á svæðinu sé fjölgað og að þeim sem fyrir er sé haldið vel við og að nýta þá fallegu náttúru sem er í upplandi Hafnarfjarðar til að skapa einstaka upplyfun hestamanna sem þar ríða um.

  5. Markmið félagsins er að vera ávallt með framúrskarandi nýliðunarstarf og að halda úti öflugu barna, unglinga og ungmennastarfi.

  6. Markmið félagsins er að skapa framúrskarandi samfélag hestafólks á félagssvæði Sörla, þar sem hinn almenni reiðmaður og keppnisfólk hefur aðgang að fjölbreyttum útreiðaleiðum og fyrsta flokks aðstöðu til að stunda hestaíþróttina.