Stefna hestamannafélagsins Sörla um að taka tillit til fatlaðs fólks í starfsemi sinni.
Hver vegna: Íslenski hesturinn hefur t.a.m. reynst vel við þjálfun og endurhæfingu fólks með fötlun. Þá eru hestaíþróttir keppnisgrein á Ólympíuleikum fatlaðra og á alþjóðaleikum Special Olympics. Á Íslandi hefur keppnisform fyrir fólk með fötlun verið í þróun. Jafnframt hefur hestamennska reynst vel við sjúkraþjálfun fatlaðs fólks. Sörli leggur því áherslu á að öllum sem hafa áhuga á að stunda hestamennsku sé gert það kleift, þ.m.t. fötluðum einstaklingum.
Markmiðið er að einstaklingar með fötlun geti stundað hestamennsku.
Hvernig: Stefnt er að því að bæta m.a. hjólastólaðgengi að félagsheimili hestamannafélagsins Sörla í reiðhöll sem stendur til að reisa. Þá hefur verið undirrituð viljayfirlýsing við Hafnarfjarðarbæ um samstarf er varðar aðgengi við sjúkraþjálfun fatlaðs fólks á hestum.
Einnig að starfsfólk og aðrir sem vinna fyrir Hestamannfélagið Sörla hafi hæfni og þekkingu til að framfylgja stefnu félagsins til að taka tillit til mismunandi þarfa fatlaðs fólks.