Stefna hestamannafélagsins Sörla um að taka tillit til fólks af erlendum uppruna í starfsemi sinni
Hver vegna: Íslenski hesturinn nýtur vinsælda um heim allan og er fjöldinn allur af fólki af erlendum uppruna sem hefur áhuga á að stunda hestamennsku á Íslandi. Hestamannafélagið Sörli telur það félagsstarfinu til gæfu að auka á fjölbreytaleika félagsmanna svo sem vegna uppruna þess.
Markmiðið er að einstaklingar af erlendum uppruna geti stundað hestamennsku á félagssvæði Sörla.
Hvernig: Stefnt skal að því að upplýsingum til félagsmanna verði miðlað á fleiri tungumálum en íslensku og að við námskeiðahald verði eftir þörfum og eftirspurn boðið upp á leiðsögn á fleiri tungumálum.