Umhverfisstefna

Fögur er Hlíðin 

Hestamannafélagið Sörli telur nauðsynlegt að standa vörð um náttúru landsins.

 

Markmiðið er að hver kynslóð skili landinu og auðlindum þess í betra horfi til þeirrar næstu.

Einnig leitast við að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og fylgir lagalegum kröfum á sviði umhverfismála, jafnframt stuðla að sjálfbærum vexti auðlinda svo sem kostur er með skynsamlegri nýtingu þeirra og leggur áherslu á uppgræðslu landsins þar sem tekið er tillit til fjölbreytileika í náttúru þess.

Beinir til hestamanna að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála og stuðla að sjálfbærri þróun í starfi sínu, leggjum áherslu á að hestamenn þekkja umhverfisáhrif starfsemi sinnar og leitast við að lágmarka þau áhrif.

Til þess að ná stöðugt betri árangri á þessu sviði eru þýðingarmiklir umhverfisþættir vaktaðir og markvisst unnið að umbótum.

Hestamannfélagið Sörli  beinir því til hestamanna að sýna náttúru landsins virðingu og leitast við að valda sem minnstu raski í umhverfinu á ferðum sínum um landið og vilja stuðla að góðri umgengni hestamanna og vernd náttúru landsins.

Taka tillit til umhverfismála í allri starfsemi félagsins og stuðla þannig að betra umhverfi í náttúru Íslands.

Einnig að starfsfólk og aðrir sem vinna fyrir Hestamannfélagið Sörla hafi hæfni og þekkingu til að framfylgja umhverfisstefnu félagsins.