Það er búið að úthluta viðrunarhólfunum við Hlíðarþúfur

Viðrunarhólf 

Allir sem óskuðu eftir hólfum fá hólf, þ.e.a.s eitt hólf fyrir hvert hesthús.

Búið er að yfirfara hólfin og númera.

Allir þeir sem tiltóku ekki mánaðarfjöldann sem þeir ætla að hafa hólfin verða að senda póst á vidrunarholf@sorli.is sem fyrst.

Það fá allir póst á morgun með númeri hólfsins sem þeir fengu.

Umsjónarmenn hólfa girða sjálfir hver fyrir sig en til staðar eru girðingarstaurar. Munið að allir verða að girða sitt hólf allan hringinn.

Hér má nálgast umgengisreglur hólfana.

Kveðja,
Viðrunarhólfanefnd