Fimmti dagur Landsmóts 2022

Veisla framundan 

Mér finnst rigningin góð... Nananana ooó

Það viðrar kannski ekki alveg eins og búið var að panta, en dagurinn a eftir að bjóða upp á heilmikið stuð þrátt fyrir það.

Það eru einhverjar frestanir á dagskrá og því set ég engar tímasetningar hér í þennan póst, svo við hvetjum fólk til að fylgjast með landsmot.is þar sem allar tilfærslur eru tilkynntar sérstaklega.

En samkvæmt dagskrá á aðalvelli hefst hún á gæðingaskeiði þar sem Ingibergur og Flótti eru meðal keppenda.

Svo síðar í dag eru þrenn B-úrslit í röð þar sem við eigum fulltrúa í keppni.

Fyrst er að telja unglingaflokk þar sem Fanndís Helgadóttir og Ötull etja kappi við gríðarlega sterkan hóp.

Þau Fanndís og Ötull hafa heilmikið lag á þeim atriðum sem sýnd eru í þessum úrslitum, og geta gert heilmikinn usla þar.

Í ungmennaflokki er Katla Sif í hópi keppenda, á Flugari sem er stór og flugrúmur hestur sem telur svakalega á brokki og yfirferð sem hefur auðvitað heilmikil áhrif á vilja og fegurð í reið. Ég er viss um að Katla ætlar sér stóra hluti í þessum úrslitum.

Í A-flokki er Glampi frá Kjarrhólum og Danni Jóns. Glampi er sérlega eftirtektarvert eintak á tölti, og mýktin alveg sérstök. Svo er Danni líka sérstakt eintak af knapa og sættir sig við ekkert minna en að gera þetta með stæl.

Nú er bara að taka fram pollagalla og halda áfram að gera það sem við gerum best og hefur svo sannarlega vakið athygli mótsgesta á Landsmóti, við vinnum brekkuna.

Áfram Sörli