Grímuleikar Æskulýðsnefndar - Breyttur tími leikarnir hefjast á pollum kl 18:00

Það verður gaman 

Grímuleikar Sörla verða haldnir í reiðhöllinni á Sörlastöðum, föstudaginn 14. mars nk.

Vonandi eru allir á fullu að gera búninga sína klára fyrir Grímuleikana og er skráning enn í fullum gangi en líkur fimmtudaginn 13. mars kl 18:00

 Til að keppendur hafi enn meiri tíma ákváðum við að seinka Grímuleikunum til kl 18:00 á föstudag. (var auglýst kl 17:00) Og byrjum við þá á Pollum teymdum.

 Nánari tímasetningar birtast þegar nær dregur.

 2000 kr gjald er fyrir alla flokka en frítt er fyrir Polla, vinsamlegast leggið inn á reikning Æskulýðsnefndar 0544-26-112720 kt640269-6509

 Það er gaman að taka fram að í ár höfum við fengið frábæran  búninga dómara. Karen Briem er master í búningahönnun frá Lista Háskólanum í London.

 Karen hefur hannað búninga fyrir þætti á borð við Ófærð og Kötlu auk þess að hafa hannað búningana fyrir Hatara í Eurovision sem flestir muna eflaust eftir.

 Karen og okkur í Æskulýðsnefnd hlakkar mikið til að sjá alla flottu búningana á föstudaginn!

 Frábær verðlaun í boði og mikið fjör!

Flokkar í boði:
Pollaflokkur (teymdir og óteymdir)
Barnaflokkur 10-13 ára
Unglingaflokkur 14-17 ára
18 ár og eldri

Verðlaun verða veitt fyrir eftirfarandi:
Best skreytti hesturinn
Frumlegasti búningurinn
Fyndnasti búningurinn
Hrikalegasti búningurinn
Krúttlegasti búningurinn
Grímutöltarinn (dæmt eftir gangtegund)

Skráning á Grímuleikana fer fram með því að svara eftirfarandi spurningum og senda á aeskulydsnefnd@sorli.is

Yfirskrift: Grímuleikar
Nafn knapa?
Aldur knapa?
Flokkur knapa?
Nafn hests og uppruni?
Gerfi knapa?

Nánari upplýsingar, ráslistar ofl. birtast á sorli.is



Dómarinn Karen Briem