Niðurstöður úr forkeppni í barna- og unglingaflokki

Börn og unglingar 

Nú er fyrsti dagur Landsmóts búin og stóðu Sörla krakkarnir sig mjög vel.

Mótið byrjaði á barnaflokki knaparnir okkar sýndu flotta frammistöðu og við getum verið virkilega ánægð með okkar knapa. Öll voru þau okkur til mikils sóma.

Þrír keppendur eru komnir í milliriðilinn í barnaflokki.

Það eru Kristín Birta, Maríanna og Una Björt.

Hrafnhildur endaði í "dauðasætinu" sem kallað er, næst við milliriðil og fleiri keppendur rétt þar á eftir.

Seinni flokkur dagsins var gríðarlega sterkur unglingaflokkur. Geggjaðar sýningar og himinháar einkunnir litu dagsins ljós í flokknum, og okkar fólk hélt hreinlega uppteknum hætti því við Hafnfirðingar eigu fjóra fulltrúa í milliriðli unglingaflokksins.

Þetta eru Júlía Björg á Pósti, Sara Dís á Bálki, Fanndís og Ötull og Kolbrún Sif og Kolfinnur.

Helga var svo rétt utan við milliriðilinn.

Að kvöldi dags getum við ekki annað en glaðst yfir upphafi mótsins hjá okkar fulltrúum, og höfum heilmikið að hlakka til á morgun þegar keppni hefst í B-flokki, ungmennaflokki og að lokum A-flokki gæðinga.

Takk fyrir daginn