Skráning í fullum gangi á Grímuleikana

Það verður gaman 

Kæru Sörlafélagar

Skráning er í fullum gangi á Grímuleikana sem fara fram næst komandi sunnudag 3. mars.

Það er enn hægt að skrá sig til leiks.

Skráning á Grímuleikana fer fram með því að svara eftirfarandi spurningum og senda á aeskulydsnefnd@sorli.is

Yfirskrift: Grímuleikar

Nafn knapa?
Aldur knapa?
Flokkur knapa?
Nafn hests og uppruni?
Gerfi knapa?

og senda á aeskulydsnefnd@sorli.is

Sjá flokka hér:
https://sorli.is/frettir/grimuleikar-aeskulydsnefndar-sorla

Skráningu lýkur kl 12:00 á sunnudag.

Praktísk atriði:

Keppendur staðfesta komu sína við hliðvörð sem tekur á móti þeim í andyrir reiðhallar.

Hliðvörður tekur einnig á móti keppnisgjaldi 2000kr og greiðist með reiðufé. ATH að frítt er fyrir Polla.

Byrjað verður á Pollaflokki. Um er að ræða Pollar teymdir og Pollar ríðandi.

Þar á eftir barnaflokkur, unglingar og loks 18 ára og eldri.

Fyrirkomulagið verður þannig að keppendur fara eftir fyrirmælmum þular upp á hvora hönd skal riðið, gangtegund og hversu lengi. Gangtegundir sem um ræðir eru fet og tölt.

Taka skal fram að aðal atriðið á Grímuleikunum eru auðvitað grímubúningarnir sjálfir enda 5 verðlaun veitt fyrir þá.

Fyrir keppnis þyrsta knapa þá eru einnig veitt verðlaun fyrir tölt.

Við hvetjum keppendur til að bjóða sínum nánustu að koma og horfa, sjoppa verður á staðnum sem Æskulýðsráð Sörla sér um og rennur ágóði af sjoppunni til Æskulýðsnefndar.

Ef einhverjar spurningar vakna þá er hægt að senda fyrirspurn á aeskulydsnefnd@sorli.is

Hlökkum til að sjá sem flesta á sunnudaginn.

Kær kveðja,
Æskulýðsnenfd