Vantar þig að bæta skipulagið?

Ordnung muß sein 

Lendirðu í að muna ekki alveg hvenær þú hreyfðir hestinn þinn síðast eða hvenær þarf að járna næst? Þá hefur æskulýðsnefnd svarið fyrir þig!

Æskulýðsnefnd hefur gefið út skipulagsdagatal fyrir árið 2021 sem auðveldar skipulag, hvort sem er til nota fyrir fjölskylduna eða fyrir hesthúsið. Um er að ræða dagatal með hestamyndum þar sem hver dagur hefur alls 8 reiti og því auðvelt að tileinka hverjum fjölskyldumeðlim eða hverjum hesti sinn reit á dagatalinu. Þannig er auðvelt að merkja inn á hvenær hver á að mæta t.d. á æfingu eða hvenær hestur var járnaður síðast, hvenær kallaður var til dýralæknir, hvenær gefið var ormalyf og hvenær hver hestur var hreyfður ásamt tegund hreyfingar. Einnig er að finna á baksíðu dagatalsins dagskrá æskulýðsnefndar fyrir vor og sumarið 2021.

Allur ágóði af sölu dagatalsins rennur til styrktar starfi æskulýðsnefndar og er til þess fallið að draga þannig úr kostnaði fyrir foreldra þegar kemur að viðburðum nefndarinnar sem áætlar t.d. að fara bæði í fjölskylduhestaferð á Skógarhóla og fjölskylduútilegu í Þykkvabæ.

Dagatalið kostar 4.500kr og er hægt að panta það með því að senda póst á aeskulydsnefnd@sorli.is eða í síma 697-6681. Dagatölin verða keyrð út daganna 28.-30. desember og síðan eftir kl 17 frá 4. janúar 2021.

Æskulýðsnefnd vill þakka Fóðurblöndunni, Furuflís, Hraunhamar og Terra fyrir styrk til útgáfu skipulagsdagatalsins.


Jóla- og nýárskveðja,
Æskulýðsnefnd Sörla