Viðrunarhólf - við hliðina á 400 hringnum

Eitthvað inn í haustið/veturinn 

Nú opnum við hólfið við hliðina á Hlíðarþúfum og geta áhugasamir viðrað hesta sína þar eitthvað inn í haustið/veturinn.

Þeir sem hafa áhuga vinsamlegst sendið tölvupóst á vidrunarholf@sorli.is tiltakið nafn, gsm númer og fjölda hrossa.

Verð pr. hest í viðrunarhófið er 3.000 kr. óháð tímalengd.

Við byrjum á að opna hólfið við hliðina á 400 hringnum, hólfið er læst. Þeir sem búnir eru að panta og greiða fá númerið af lásnum.

Við stefnum á að opna upp í hólfið á Bleikteinshálsi sem fyrst.

Áskiljum okkur rétt til að loka hólfinu ef að veðrið verður til vandræða.

Minnum líka á að allir þeir sem eiga eftir að taka niður girðingar sínar fyrir neðan Kaldárselsveginn eru beðnir um að gera það sem fyrst.