Vísindaferð Kvennadeildar Sörla

Kíkjum í heimsókn 

Vísindaferð Kvennadeildar Sörla

Laugardaginn, 12. nóvember 2022 kl. 12:30

Kæru Sörlakonur.

Þann 12. nóvember verður farin vísindaferð kvenna á helstu hestabúgarða í nágrenni Hafnarfjarðar. Farið verður frá Sörlastöðum um hádegi og fyrst heimsækjum við Grænhól þar sem Þórdís Erla Gunnarsdóttir tekur á móti okkur. Þaðan er farið til Olil Amble að Syðri-Gegnishólum. Að lokum heimsækjum við Siggu Pé að Sólvangi og kynnumst  starfsemi hennar. Þessar hestakonur eru í fremstu röð hestamennskunnar, missið ekki af þessu einstaka tækifæri að kynnast þeim og sjá vinnuaðstöðu þeirra.

Mæting kl.12:00 en lagt verður af stað frá Sörlastöðum kl. 12:30 og er áætluð heimkoma ca. 19:00-19:30. 

Kostnaður er 5.000 kr á mann, innifalið; rúta og léttar veitingar áður en lagt verður af stað.

Við biðjum ykkur að skrá ykkur í forms skjalið.

Hér er hægt að skrá sig.

Greiðsla fer inn á reikning  0544-26-030963 kt. 640269-6509 til að staðfesta skráningu. Vinsamlega sendið staðfestingarpóst á netfangið: kvennadeild@sorli.is

Síðasti dagur skráningar er 1. nóvember.

Takmarkaður sætafjöldi. 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kær kveðja,
Kvennadeildin.